Þrír Þjóðverjar og einn Argentínumaður eru í úrvalsliði HM í Brasilíu samkvæmt samantekt Opta, en það er fyrirtæki sem tekur saman tölfræði úr íþróttakappleikjum. Úrslitaleikur Þýskalands og Argentínu fer fram klukkan 19 í kvöld.

Athygli vekur að hvorki Lionel Messi né Ariel Robben komast í lið Opta. Þá vekur líka athygli að Maniuel Neuer, hinn frábæri markvörður þýska liðsins, kemst heldur ekki í liðið. Liðið er valið samkvæmt 250 tölfræðiþáttum.

Liðið er skipað þessum leikmönnum:

  • Mark: Tim Howard (Bandaríkin)
  • Vörn: Marcos Rojo (Argentína), Mats Hummels (Þýskaland), Stefan de Vrij (Holland) og Dani Alves (Brasilía),
  • Miðja: James Rodriguez (Kólumbía), Xherdan Shaqiri (Sviss), Toni Kroos (Þýskaland), Juan Cuadrado (Kólumbía) og Thomas Muller (Þýskaland)
  • Sókn: Karim Benzema (Frakkland) .