*

fimmtudagur, 19. júlí 2018
Erlent 25. júlí 2017 11:05

Enginn saknar Outlook Express

Outlook Express póstforritið hverfur en Paint verður áfram í boði, eftir fjölda áskorana, þó það verði líklega bara í sölusíðunni Windows Store.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Eins og Viðskiptablaðið fjallaði um í gær bárust fréttir um að Paint forritið í Microsoft yrði fljótlega úr sögunni, en nú virðist sem fyrirtækið hafi bakkað með það vegna fjölda áskorana. Í nýlegri uppfærslu frá Microsoft þar sem fyrirtækið listaði upp hvað verður í boði í Windows 10, nýjustu útgáfu stýriforritsins þegar það kemur fram, virtist sem hið 32 ára gamla Paint forrit myndi hætta að vera í boði.

Í stað þess yrði nýtt og flóknara forrit, Paint 3D í boði, en margir nýta sér Paint forritið gamla einmitt út af einfaldleikanum. „Ef það er eitthvað sem við höfum lært, er að eftir 32 ár, þá hefur MS Paint marga aðdáendur,“ skrifar fyrirtækið á bloggsíðu. „Það hefur verið magnað að sjá hve mikla ást er lögð á okkar trausta gamla forrit.“

Ekki virðist sami stuðningur hafa verið í boði fyrir önnur forrit sem eiga að detta út, og má þar nefna Outlook Express tölvupóstkerfið, en því verður skipt út. Microsoft hefur nú gefið í skyn að Paint verði áfram í boði, ókeypis í Windows Store, sölusíðu sinni að því er BBC greinir frá.

Stikkorð: Microsoft Outlook forrit Paint Windows Store