Ísland er að snúa aft­ur í hóp rík­ustu þjóða heims og á Íslandi eru eng­ir brjálaðir ólíg­arkar, eng­ir stríðsherr­ar ætt­flokka eða mafíós­ar, aðeins mikið af fiski. Þetta kemur fram í frétt Bloom­berg.

Í fréttinni segir að íslenska ríkið muni ekki end­ur­heimta AAA ein­kunn­ina sem það hafði hjá Moody’s In­vestors til í maí 2008 al­veg á næst­unni heldur sé það með ein­kunn­ina Baa2.

Á hinn bóginn sé hag­vöxtur og lítið at­vinnu­leysi í landinu sem flest ríki inn­an evru­svæðis­ins geti aðeins látið sig dreyma um.

„Það góða við Ísland er að það er til­tölu­lega stöðugt,“ seg­ir Ant­hony Lui, sér­fræðing­ur í vaxtamunaviðskiptum hjá Exot­ix Partners LLP í Lund­ún­um í viðtali fréttastofuna .„Eng­ir brjálaðir ólík­arg­ar, eng­ir ætt­flokka-stríðsherr­ar eða mafíós­ar, aðeins mikið af fiski. Og býður upp á um­tals­vert hærri inn­lánsvexti held­ur en flest önn­ur lönd.“

Frétt Bloomberg.