Seðlabanki Íslands bætti í júlímánuði um 350 milljónum evra í gjaldeyrisforðann sinn. Þetta kemur fram á síðu greiningarfyrirtækisins IFS. Kaupin samsvara um 47,5 milljörðum króna, ef miðað er við 135,04 króna meðalgengi gagnvart evru. Bankinn hefur nú keypt evrur fyrir rúmlega 236 milljarða króna á tímabilinu. Þetta er hærri fjárhæð en kaup bankans allt árið 2014 og fyrstu ellefu mánuði síðasta árs.

Frá janúar hefur evran lækkað um 5,75% gagnvart krónunni. Ekkert bendir til þess að bankinn muni draga úr kaupunum í náinni framtíð. Innflæði vegna erlendra ferðamanna umtalsvert, en allt bendir til þess að árið 2016 verði metár í ferðamannabransanum. Krónan mun þá að líkindum halda áfram að styrkjast, allavegana svo lengi sem höftin eru til staðar.