*

sunnudagur, 18. nóvember 2018
Innlent 17. ágúst 2016 16:01

Enn bætist í Lundúnaflug

Með tilkomu Norwegian verða 67 flugferðir í boði milli Keflavíkur og Lundúna í viku hverri í vetur.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Með tilkomu norska lággjaldaflugfélagsins Norwegian munu fimm flugfélög bjóða upp á áætlunarferðir hingað til lands frá London í vetur samkvæmt frétt Túrista.

Jafnmargar ferðir til íslenskra og norskra áfangastaða

Verða þrjár ferðir á vegum flugfélagsins í hverri viku milli Keflavíkurflugvallar og Gatwick flugvallarins í London, en síðustu þrjú ár hefur félagið boðið upp á jafnmargar ferðir til Oslóar og Bergen.

Félagið fékk fyrst lendingarleyfi hingað til lands frá Kaupmannahöfn fyrir tveimur árum síðan, en ekkert varð úr þeim áformum.

British Airways, easy jet, Icelandair, Wow air og nú Norwegian.

Á síðustu árum hefur verið mikil aukning í flugi milli Íslands og Bretlands, og ætlar British Airways til að mynda að fjölga ferðum sínum úr þremur í sjö á viku sem og easy Jet flýgur hingað frá þremur flughöfnum við Lundúnir.

Þar fyrir utan flýgur Icelandair til borgarinnar allt að fjórum sinnum á dag, og Wow air fljúga á milli tvisvar á dag yfir háannatímann. Verða því samtals í boði 67 ferðir í viku á milli Keflavíkur og Lundúna í vetur.

Stikkorð: Icelandair easyJet Norwegian Keflavík London Lundúnir Wow air flugferðir