Skýrsla Vinnumálastofunnar um stöðu á vinnumarkaði var kynnt af Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra fyrr í dag.

Skráð atvinnuleysi var 3,6% í janúar til mars en var komið niður í 2,4% í september.

Í skýrslunni má sjá að enn fækkar á atvinnuleysisskrá, mest meðal þeirra sem skemur hafa verið án atvinnu en síður í hópi þeirra sem hafa verið skráðir án atvinnu til lengri tíma. Hluti atvinnuleitenda sem hafa nýtt sér meira en sex mánuði af bótatímabili lækkaði úr 40% i febrúar 2015 í 33% í ágúst 2015.

Atvinnuleysi á landinu var lægst á Norðurlandi vestra í september 2015 þar sem skráð atvinnuleysi var 1,2%, sem svarar til þess að 44 hafi að meðaltali verið skráðir án atvinnu. Atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu var 2,6% og lækkaði um 0,2% miðað við ágúst 2015.