Margt má gera betur Þrátt fyrir að Ísland hafi bætt sig milli ára þegar kemur að samkeppnishæfni skattkerfisins kemur fram í nýrri skýrslu Tax Foundation að enn megi margt gera betur. Þetta segir Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs.

„Annars vegar eru enn til staðar umfangsmiklar undanþágurfrá virðisaukaskatti,“ segir hann. „Í úttektinni kemur fram að minnihluti neysluútgjalda hérlendis fellur undir almennt þrep skattsins. Gjaldhlutfallið þarf því að vera umtalsvert hærra en ef slíkra undanþága nyti ekki við – en hærri gjaldhlutföll valda stigvaxandi velferðartapi.“

Hann bendir einnig á að fjármagnstekjuskattur hér á landi sé óhagkvæmur. „Í tólf ríkjum í úttektinni er skatturinn ekki lagður á verðbætur og reiknast því einungis af raunávöxtun. Þrátt fyrir háa verðbólgu í alþjóðlegu samhengi er hins vegar ekkert slíkt ákvæði hérlendis. Það dregur úr hvata til sparnaðar og ýtir undiráhættusækni,“ segir Björn.