*

laugardagur, 23. febrúar 2019
Innlent 16. nóvember 2018 16:43

Enn hækka fasteignafélögin mest

Verð á hlutabréfum í Eik Fasteignafélagi hækkaði mest í viðskiptum dagsins í Kauphöllinni eða um 3,9%.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Verð á hlutabréfum í Eik Fasteignafélagi hækkaði mest í viðskiptum dagsins í Kauphöllinni eða um 3,9% í 233 milljóna króna viðskiptum. Er þetta annan daginn í röð sem hlutabréf Eikar hækka mest.

Næst mest hækkun var á verði á hlutabréfum í Reginn en það hækkaði um 2,03% í 261 milljóna króna viðskiptum ef miðað er við lok dagsins í dag.

Hlutabréfaverð í Eimskip lækkaði mest í viðskiptum dagsins og nam lækkunin 1,48% í 37 milljóna króna viðskiptum. Næst mest lækkun var á verði hlutabréfa Haga og nam lækkunin 1,44%.

Hlutabréfavísitala Aðalmarkaðarins hækkaði um 0,41% í Kauphöllinni í dag.

Stikkorð: Kauphöll Nasdaq