Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq á Íslandi hækkaði um 0,26% í 2,8 milljarða viðskiptum sem voru í kauphöllinni í dag, og fór hún upp í 1.948,59 stig.

Gengi bréfa Origo lækkaði mest í viðskiptum dagsins, eða um 2,09% í 18 milljón króna viðskiptum og fór gengi bréfa félagsins niður í 21,05 krónur. Það félag sem lækkaði næst mest í viðskiptum dagsins var VÍS en gengi bréfa félagsins lækkaði um 1,63% í 73 milljón króna viðskiptum og fór gengi bréfa félagsins niður í 12,10 krónur.

Mestu viðskiptin voru með bréf Arion banka, eða fyrir rúmlega 1,3 milljarð króna, og hækkaði gengi bréfa félagsins jafnframt mest, eða um 3,92%, upp í 76,90 krónur. Næst mest hækkaði gengi bréfa Icelandair, eða um 1,02%, í 143 milljóna viðskiptum og er gengi þess nú 9,92 krónur.