*

sunnudagur, 24. september 2017
Innlent 5. september 2012 16:12

Enn hækkar gengi fasteignafélagsins Regins

Úrvalsvísitalan hækkaði í lok dags eftir fremur dapurt upphaf í vikunni.

Ritstjórn
Forstjóri Regins og starsfólks fasteignafélagsins í Kauphöllinni í sumar þegar hlutabréf félagsins voru skráð á markað.
Haraldur Guðjónsson

Gengi hlutabréfa fasteignafélagsins Regins hélt áfram að hækka í Kauphöllinni í dag. Það hækkaði um 1,4% í 270 milljóna króna veltu í gær og um 0,46% í tæplega 35,5 milljóna króna veltu í dag. Gengi hlutabréfa Regins endaði í 8,73 krónum á hlut og hefur það aldrei verið hærra.

Á sama tíma hækkaði gengi bréfa Marel um 1,89%, Icelandair Group um 1,16% og stoðtækjafyrirtækisins Össurar um 0,5%.

Á sama tíma lækkaði gengi bréfa Haga um 0,28%.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,87% og endaði hún í 985,1 stigi eftir 122,8 milljóna króna veltu með hlutabréf á Aðallista í Kauphöllinni. Vísitalan lækkaði um 1,28% í gær í viðskiptum upp á rúmlega hálfan milljarð króna. Vísitalan hafði þá ekki verið lægri síðan í febrúar.