*

föstudagur, 24. maí 2019
Innlent 2. maí 2019 18:02

Enn hækkar Úrvalsvísitalan

Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq á Íslandi endaði í 2.066,54 stigum eftir 1,12% hækkun í dag. Aldrei verið hærri eftir hrun.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq á Íslandi endaði í 2.066,54 stigum eftir 1,12% hækkun í dag, sem er hæsta gildi sem vísitalan hefur endað í síðan hún var endurreist eftir bankahrunið. Í heildina námu viðskiptin í kauphöllinni í dag um 1,8 milljörðum króna.

Mesta hækkun var á gengi bréfa Reita, en gengi bréfa félagsins hækkuðu um 2,56% í 369 milljóna króna viðskiptum en bréf félagsins enduðu í 84,10 krónum.

Næst mest hækkun var á gengi bréfa Regins, eða um 2,04%, upp í 22,55 krónur í 317 milljóna króna viðskiptum.

Sex félög lækkuðu í virði í viðskiptum dagsins. Sýn mest, eða um 2,26% í 31 milljóna króna viðskiptum og er gengið við lok viðskiptadags nú 12,58 krónur. Næst mest var lækkun á gengi bréfa Icelandair, eða um 2,13%, niður í 8,98 krónur, í 47 milljóna króna viðskiptum.

Stikkorð: Kauphöll Nasdaq
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim