*

mánudagur, 19. nóvember 2018
Erlent 9. janúar 2017 17:58

Enn lækkar pundið

Pundið lækkar í kjölfar ummæla Theresu May.

Ritstjórn
epa

Breska pundið hefur ekki verið jafn lágt í nær tvo mánuði, en gjaldmiðillinn féll um 1% gagnvart öllum helstu gjaldmiðlum heimsins í dag. Lækkunin kemur í kjölfar ummæla forsætisráðherrans Theresu May um að útganga Breta úr Evrópusambandinu verði harkaleg.

Forsætisráðherrann virðist því ekki leyna því að útgangan verði kláruð og að fáar málamiðlanir verði gerðar. Svo virðist sem ríkisstjórnin ætli sér ekki einu sinni að halda í aðgengið að evrópsku mörkuðunum. Sumir óttast að Evrópa muni reisa einhverskonar tollamúra þegar Bretland er gengið út úr sambandinu.

Pundið hefur fallið um nær 26,50% á seinustu 12 mánuðum gagnvart íslensku krónunni. Þessar miklu lækkanir hafa þó haft góð áhrif á útflutningsgreinar landsins.

Stikkorð: Bretland Peningar Brexit