*

mánudagur, 28. maí 2018
Innlent 16. maí 2017 14:40

Enn styrkist krónan

Íslenska krónan hefur styrkst umtalsvert í mánuðinum.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Íslenska krónan hefur styrkst umtalsvert á síðustu 12 mánuðum, en þeir sem ekki fylgjast með gengisþróuninni hafa eflaust heyrt stjórnendur úr hinum ýmsu útflutningsgreinum syrgja þróunina.

Miðgengi evrunnar er nú í rétt rúmum 113 krónum. Krónan hefur því styrkst um rétt rúm 4% á síðustu 30 dögum og 4,91% frá áramótum. Á síðustu 12 mánuðum hefur hún því styrkst um nær 19%.

Svipaða sögu er að segja af Bandaríkjadollar, sem hefur veikst um 8,51% frá áramótum og 6,43% á síðustu 30 dögum. Fyrir hvern dollar fást því nú rétt rúmar 100 krónur og er krónan því um 16,3% sterkari en hún var fyrir ári.

Norska krónan er þá um 20,16% veikari en hún var fyrir ári gagnvart íslensku krónunni, en sænska krónan er 21,77% veikari gagnvart krónunni.

Stikkorð: Krónan Gjaldmiðlar Styrking