Veitingastaðurinn Gló skilaði um 25,7 milljóna króna tapi á síðasta rekstrarári, samanborið við 3,6 milljóna króna tap árið áður. Eigið fé félagsins nam 77,3 milljónum króna.

Gló opnaði á síðasta ári veitingastaði í Magasin du Nord og Tívolíinu í Kaupmannahöfn.

Birgir Þór Bieltvedt er aðaleigandi Gló ásamt eiginkonu sinni, Eygló Björk Kjartansdóttur.

Fyrr á þessu ári bættist Ólafur Steinn Guðmundsson, fjárfestir og stjórnarmaður í Marel, í eigendahóp Gló.

Fjallað er um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .