*

föstudagur, 26. apríl 2019
Erlent 18. ágúst 2016 19:03

Enn vex og dafnar Walmart

Stórverslunarkeðjan Walmart eykur hagnað sinn þvert á væntingar og öfugt við helstu keppinauta í Bandaríkjunum.

Ritstjórn
Ýmislegt má finna í verslunum Walmart í Bandaríkjunum, hér er hægt að fá haglabyssur á tilboði

Ársfjórðungsniðurstaða úr rekstri Walmart var betri en búist var við og tóku hlutabréf í stórverslunarkeðjunni stökk upp á við. 

Fram úr væntingum

Heildartekjur stærstu verslunarkeðju heims námu 120,9 milljörðum Bandaríkjadala á öðrum ársfjórðungi, sem fór fram úr væntingum greinenda sem vænst höfðu um 119,3 milljörðum. Er um 0,05% tekjuaukningu frá fyrsta ársfjórðungi. 

Hagnaður fyrirtækisins jókst um 8,6% í 3,8 milljarða dali og sala í verslunum sem voru opnaðar á síðasta ári jukust einnig um 1,6%, sem er vöxtur áttunda ársfjórðunginn í röð. Námu tekjur fyrirtækisins 1,21 Bandaríkjadal á hlut, sem er töluvert umfram spár um 1,02 dali á hlut.

Minnkandi sala keppinautar

Rekstrarniðurstöður Walmart koma degi eftir að keppinautur fyrirtækisins, Target, tilkynnti um minnkandi sölu, og 9,7% tekjulækkun.

Walmart tilkynnti í síðustu viku um kaup fyrir 3 milljarða dali á netversluninni Jet.com en í byrjun ársins lokaði fyrirtækið tugum verslana þar sem sala var undir væntingum.

Sala á netinu hefur verið mjög lítill hluti tekna fyrirtækisins, á árinu 2015 nam hún einungis 13,6 milljörðum dala af 482 milljarða dala hagnaði ársins, samt sem áður er umferð um heimasíðu Walmart næstmest á eftir síðu Amazon. Með kaupum á jet.com vonast fyrirtækið til að ná til sín ríkari viðskiptavinahópi.

Stikkorð: Walmart Target hagnaður verslunarkeðja.
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim