Sænska tónlistarstreymisþjónustan Spotify hefur ákveðið að skrá sig á markað í Kauphöllinni í New York. Virði fyrirtækisins gæti orðið 23 milljarðar dala eða um 2.300 milljarðar króna eftir skráninguna.

Spotify hyggst ekki skrá sig á markað á hefðbundinn hátt. Í stað þess að gefa út nýja hluti mun eigendur félagsins selja hlutina beint á markaði.

Þannig er skráningunni ekki ætlað að afla fé heldur að til þess að gera fyrstu fjárfestunum í fyrirtækinu kleift að ávaxta fé sitt.

Spotify er 159 er með 159 milljón mánaðarlega áskrifendur en þar af greiða 71 milljón mánaðarlega fyrir áskriftina.