Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, hefur nú öðlast það vald að skipa seðlabankastjóra landsins. Þetta kemur fram í Financial Times .

Þessi heimild kemur í kjölfar stefnubreytingar á framkvæmdastjórn landsins sem samþykkt var með tæpum meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslu á síðasta ári. Breytingarnar felast meðal annars í því að það vald sem áður tilheyrði forsætisráðherra mun nú tilheyra forsetanum.

Miklar sveiflur hafa verið á  hlutabréfa- og skuldabréfamarkaði bæði eftir að bretingarnar tóku gildi og eftir að Erdogan tók þá ákvörðun að skipa tengdason, Berat Albayrak, sinn sem yfirmann fjármálaráðuneytisins þar í landi.

Margir telja að með Albayrak muni verða stefnubreyting í peningastjórn landsins sem mun meðal annars hafa í för með sér að vextir verði lækkaðir til reyna að stemma stigu við verðbólgu.