*

sunnudagur, 17. febrúar 2019
Erlent 10. júlí 2018 17:35

Erdogan fær vald til að skipa seðlabankastjóra

Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, hefur nú öðlast það vald að skipa seðlabankastjóra landsins.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, hefur nú öðlast það vald að skipa seðlabankastjóra landsins. Þetta kemur fram í Financial Times.

Þessi heimild kemur í kjölfar stefnubreytingar á framkvæmdastjórn landsins sem samþykkt var með tæpum meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslu á síðasta ári. Breytingarnar felast meðal annars í því að það vald sem áður tilheyrði forsætisráðherra mun nú tilheyra forsetanum. 

Miklar sveiflur hafa verið á  hlutabréfa- og skuldabréfamarkaði bæði eftir að bretingarnar tóku gildi og eftir að Erdogan tók þá ákvörðun að skipa tengdason, Berat Albayrak, sinn sem yfirmann fjármálaráðuneytisins þar í landi. 

Margir telja að með Albayrak muni verða stefnubreyting í peningastjórn landsins sem mun meðal annars hafa í för með sér að vextir verði lækkaðir til reyna að stemma stigu við verðbólgu.