Recep Tayyip Erdoga, forseti Tyrklands, hefur rokið upp í vinsældum eftir misheppnað valdarán Tyrkneska hersins. Erdogan hefur nú verið forseti í tvö ár, og samkvæmt nýjustu könnun MetroPoll mælist hann með 67,6% fylgi.

Erdogan hefur notið mikilla vinsælda, en hann er talinn vera einn umdeildasti stjórnmálamaður heimsins í dag. Fylgi forsetans hefur aukist mikið í kjölfar misheppnaðs valdaráns. Hann hefur tekið hart á málunum og hafa fjölmargir starfsmenn hins opinbera verið fangelsaðir.

Erdogan vill breyta stjórnarskrá Tyrkja og auka völd sín til muna. Hugmyndir hans virðast njóta vinsælda, en erlendum stjórnmálamönnum lýst illa á valdagræðgina. Forsætisráðherra Tyrkja, Binali Yildlirim, styður hugmyndir Erdogans, en þeir eru flokksbræður.

Fylgi AK flokksins hefur aukist til muna og ræður flokkurinn nú yfir 317 sætum á þinginu. Til þess að knýgja fram þjóðaratvkæðagreiðslu, þarf samþykki 330 þingmanna. Fylgi helstu andstæðinga AK flokksins hefur einnig aukist. Alls tóku 1.275 einstaklingar þátt í könnunni.