Eftirspurn eftir einkaþotum hefur ekki mælst jafn lítil í nær 12 ár. Þetta kemur fram á vef Bloomberg fréttaveitunnar, en talið er að viðskiptavinir haldi sér aftur vegna ýmissa óvissuþátta í hagkerfinu.

Framleiðendur eru þó bjartsýnir og telja að 2018 geti orðið gott ár, en þá munu nýjar flugvélar einnig líta dagsins ljós.

Samkvæmt General Aviation Manufacturers Association fækkaði afhendingum nýrra flugvéla um 7,9% milli ára.

Samkvæmt Bloomberg eru framleiðendur einnig enn að takast á við offramboðið sem myndaðist á árunum 2007 og 2008.