Erfingi Samsung veldisins, Lee Jae-yong, verður formlega ákærður fyrir mútugreiðslur og fjársvik, að sögn saksóknara í Suður-Kóreu. Þetta kemur fram í frétt BBC um málið, sem hefur skokið Suður-kóreskt samfélag og tengist forseta landsins sem var ákærð fyrir embættisbrot nú á dögunum.

Suður-kóreskir saksóknarar tilkynntu um ákæruna gegn Lee ásamt fjórum öðrum stjórnendum hjá Samsung, sem er eitt stærsta fyrirtæki heims í raftækjaiðnaðinum. Þrír yfirmannanna hafa þegar sagt af sér vegna málsins.

Samsung hefur verið sakað um að gefa Choi Soon-sil, sem er náinn vinur forsetans fyrrverandi, gjafir í stað velvildar ríkisstjórnarinnar í landinu. Lee var handtekinn fyrr í þessum mánuði vegna málsins.

Erfinginn er sakaður um að hafa gefið allt að 41 milljarða vonn - eða því sem samsvarar um 3.881 milljónum króna - til samtaka tengdum Choi til að auðvelda valdaskipti innan fyrirtækisins og að auka líkur sínar á því að verða næsti stjórnandi þess.