Fimm stærstu rútufyrirtæki landsins, Kynnisferðir, Allrahanda GL (Gray Line), Snæland Grímsson, Hóp-bílar og Guðmundur Jónasson (GJ Travel), töpuðu samtals 319 milljónum króna á árinu 2017. Versnaði afkoma félaganna um 658 milljónir króna á milli ára. Tvö félaganna, Snæland Grímsson og Hópbílar, skiluðu hagnaði á meðan hin félögin þrjú skiluðu tapi. Samtals nam velta fyrirtækjanna 18,9 milljörðum og jókst um 10,4% milli ára. Þegar rútufyrirtæki er borin saman ber hins vegar að hafa í huga að þau eru ekki fullkomlega samanburðarhæf. Kemur það til af því að misjafnt er hve stór hluti af veltu fyrirtækjanna felst í rekstri ferðaskrifstofu. Sum félögin eru nær eingöngu í fólksflutningum á meðan önnur eru nær því að vera ferðaskrifstofa sem á og rekur hópbifreiðar.

Sem fyrr eru Kynnisferðir langstærsta rútufyrirtæki landsins en velta þess nam 8,1 milljarði króna á síðasta ári og jókst um 14% milli ára. Félagið skilaði hins vegar 314 milljóna tapi samanborðið við 144 milljóna hagnað árið 2016. Eignarhaldsfélagið SF VII, sem er í eigu framtakssjóðsins SÍA II, færði á síðasta ári 35% hlut sinn í Kynnisferðum niður um 282 milljónir króna og nemur bókfært virði hlutarins nú 945 milljónum. Miðað við bókfært virði Kynnis-ferða í bókum SF VII eru heildarverðmæti Kynnis-ferða því um 2,7 milljarðar króna.

Allrahanda GL, sérleyfishafi Gray Line á Íslandi 4 milljörðum árið 2017 en jókst þó lítillega milli ára. Afkoma félagsins versnaði hins vegar um 111 milljónir milli ára og nam tap félagsins 195 milljón-um árið 2017. Framtakssjóðurinn Akur slhf., sem er í rekstri Íslandssjóða, færði á síðasta ári 49% hlut sinn í Allrahanda niður um hálfan milljarð króna en upphaflegt kaupverð hlutarins nam 1,4 milljörðum króna. Heildarverðmæti Allrahanda GL er því rétt rúmlega 1,8 milljarðar sé miðað við bókfært virði í bókum Akurs í lok síðasta árs.

Segja má að Snæland Grímsson skeri sig frá hinum fyrirtækjunum þar sem það var það eina sem jók hagnað milli ára. Hagnaður fyrirtækisins nam 137 milljónum króna og jókst um 57% milli ára. Tekjur Snæland Grímsson námu 2.357 milljónum króna og jukust um 12,5% frá fyrra ári.

Nánar er fjallað um málið í tímariti Frjálsrar verslunar. Hægt er að gerast áskrifandi með því að senda póst [email protected] .

Hópbílar eru fjórða stærsta rútufyrirtækið en

tekjur ársins 2017 námu 2.218 milljónum og jukust

um 13,2% milli ára. Hagnaður dróst þó lítillega saman

en hann nam 196 milljónum samanborið við 227

milljónir árið á undan. Guðmundur Jónasson kemur

svo síðastur af fimm stærstu en velta fyrirtækisins

nam 2,2 milljörðum króna og jókst um 9,1% milli ára.

Félagið skilaði hins vegar 143 milljóna króna tapi og

versnaði afkoman um 78 milljónir milli ára.