*

laugardagur, 16. febrúar 2019
Fólk 22. maí 2013 12:28

Erla ráðin til Brandenburg

Erla Tryggvadóttir fer frá RÚV í starf viðskiptastjóra og textasmiðs á auglýsingastofunni Brandenburg.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Erla Tryggvadóttir hefur verið ráðin í starf viðskiptastjóra hjá auglýsingastofunni Brandenburg. Hún mun jafnframt starfa sem textasmiður. Fram kemur í tilkynningu frá Brandenburg að starfsmenn eru nú 13 talsins.

Erla hefur víðtæka reynslu frá RÚV. Þar hefur hún bæði unnið í sjónvarpi og útvarpi. Hún hefur einnig reynslu af markaðsstörfum og starfaði sem verkefnastjóri hjá markaðsdeild Straums fjárfestingarbanka, á árunum 2007-2009.

Erla lauk meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum og markaðsfræði frá Háskólanum í Reykjavík og Copenhagen Business School árið 2011. Hún lauk BA-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 2004 og stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands árið 1999.