Kínverski seðlabankinn tilkynnti fyrr í dag að bankinn myndi lækka stýrivexti um 0,25 prósentur sem virðist hafa farið vel í markaðsaðila. Gengi evrópskra og bandarískra hlutabréfa hækkuðu þó nokkuð í kjölfar tíðindanna og útlit er fyrir að þeir hafi unnið upp tap gærdagsins.

Þá fór FTSE 100 vísitalan í Bretlandi upp um 3% og stendur í 6.072 stigum, DAX vísitalan í Þýskalandi hækkaði um 4,1% og stendur í 10.044 stigum og franska CAC vísitalan fór upp um 4,3% í 4.574 stig.

Þá hefur Dow Jones vísitalan í Bandaríkjunum hækkað um 1,92% það sem af er degi, S&P 500 um 1,92% einnig og Nasdaq um 2,73%.

Íslenska úrvalsvísitalan hækkaði í dag um 0,5% en lækkaði í gær um 2,5%.