Eyðsla ferðamanna hefur minnkað síðustu ár samhliða auknum fjölda ferðamanna. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Greiningardeild Arion banka. Ferðamenn sem heimsóttu Ísland í fyrra voru 565 þúsund en það er metfjöldi. Erlendir ferðamenn fá vissulega meira fyrir peninginn núna þar sem matarkarfan er 30% ódýrari en árið 2004. Það lítur hinsvegar út fyrir að ferðmennirnir spari sér mismuninn í stað þess að eyða honum í aðra þætti.

Greiningardeildin segir mikilvægt að auka fjárfestingar í ferðaþjónustu til að gera ferðamennskuna dýrari. Árið 2011 virtist eyðslan vera að aukast en það má meðal annars rekja til aukinna fjárfestinga í ferðaþjónustu.