Erlendir fjölmiðlar hafa margir hverjir fjallað um afnám gjaldeyrishaftanna, og byrjar frétt Bloomberg um málið á því að segja að Ísland sé komið til baka: „Iceland is back.“

Vitnar fréttin meðal annars í Valdimar Ármann, framkvæmdastjóra hjá Gamma um að afnámið ætti að leiða til vaxtalækkunar Seðlabankans.

„Hagkerfið er sterkt og býr að góðum hagvexti, lágu atvinnuleysi og jákvæðum viðskiptajöfnuði, sem mun áframhaldandi ýta undir áhuga erlendra fjárfesta á Íslandi.“

Segir í fréttinni að aflandskrónueigendum hefði nú verið boðið 28% hærra gengi en þeim bauðst í júnímánuði, en jafnframt að ríkið hafi staðið í málaferlum við vogunarsjóðina Eaton Vance Corp. og Autonomy Capital LP síðan þá vegna þess að þeir segi aðgerðir ríkisstjórnarinnar ólöglegar.

Jón Daníelsson segir að hagsveiflan muni snúast

Financial Times vitnar í Jón Daníelsson hagfræðing hjá London Scool of Economics sem segir að lyfting haftanna ætti að lyfta þrýstingnum á krónuna með því að leyfa lífeyrissjóðum að fjárfesta erlendis.

„Það er almenn álit að hagkerfið sé á efsta punkti efnahagslegu uppsveiflunnar," er þar haft eftir Jóni.
„Jafnframt eru væntingar um að á einhverjum tímapunkti muni hagsveiflan snúast við, spurningin er bara hvort ríkisstjórnin geti nýtt sem best núverandi uppsveiflu til að búa landið undir niðursveiflu.“