Vinnumálastofnun áætlar að um 16.900 erlendir ríkisborgarar verði starfandi hér á landi í lok ársins. Greint er frá þessu í Morgunblaðinu .

Þar kemur fram að gangi spáin eftir verði þetta annar mesti fjöldi starfandi erlendra ríkisborgara í sögu landsins, en árið 2008 var metár hvað þetta varðar.

Karl SIgurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, segir í samtali við Morgunblaðið að áætlunin sé hófsöm og býst hann við frekari fjölgun á næsta ári. Telur hann að vöxtur í ferðaþjónustu og byggingargeiranum líklega ráða mestu um aukninguna.