*

föstudagur, 24. maí 2019
Innlent 8. mars 2019 11:45

Erlent starfsfólk sendir milljarða heim

Millifærslur einstaklinga á Íslandi til útlanda sexfölduðust á milli áranna 2014 og 2018.

Ritstjórn
Konráð Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands.
Haraldur Guðjónsson

Millifærslur einstaklinga á Íslandi til útlanda sexfölduðust á milli áranna 2014 og 2018, úr 4 milljörðum króna í 25 milljarða króna samkvæmt samantekt Viðskiptaráðs, byggt á gögnum frá Seðlabanka Íslands.

Á móti hafa millifærslur einstaklinga til Íslands hækkað úr einum milljarð í fimm milljarða króna á sama tímabili.

Konráð Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, setur millifærslurnar í samhengi við fjölgun erlendra starfsmanna hér á landi. Hagstofan áætlar að um 40 þúsund starfsmenn af erlendum uppruna starfi hér á landi og að sá hópur telji nú um 20% af íslenskum vinnumarkaði. Konráð bendir því á að upphæðin samsvari um 50 þúsund krónum á mánuði á hvern starfsmann af erlendum uppruna, eða um 600 þúsund krónur á ári. „Þetta virðist endurspegla þessa ótrúlega miklu fjölgun erlendra ríkisborgara, sterkari krónu og hækkun launa,“ segir Konráð.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim