Erna Hauksdóttir hefur tilkynnt að hún muni láta af störfum sem framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Erna hefur sinnt starfinu frá árinu 1998 og var áður framkvæmdastjóri Sambands veitinga og gistihúsa frá árinu 1985.

„Þetta var orðið góður tími til að hætta eftir langan starfsdag í ferðaþjónustu,“ segir Erna í samtali við Morgunblaðið um ástæður þess að hún hættir. Hún segir að það hafi verið afara athyglisvert að starfa við ferðaþjónustuna á þeim uppgangstíma sem hefur verið í greininni hér á landi.

Erna lætur af störfum eftir þrjá mánuði. Hún ætlar að fara í háskólanám.