*

sunnudagur, 21. apríl 2019
Innlent 15. mars 2017 09:29

Erna ráðin framkvæmdastjóri BHM

Stjórn Bandalags háskólamanna (BHM) hefur ráðið Ernu Guðmundsdóttur í stöðu framkvæmdastjóra bandalagsins.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Stjórn Bandalags háskólamanna (BHM) hefur ráðið Ernu Guðmundsdóttur í stöðu framkvæmdastjóra bandalagsins. Erna er fædd árið 1970 og hefur verið lögmaður BHM í um áratug eða frá árinu 2007. Fyrstu sjö árin var hún jafnframt lögmaður Kennarasambands Íslands eða allt til ársins 2014 þegar hún var ráðin í fullt starf hjá BHM. Á árunum 1999 til 2007 var hún lögmaður BSRB og var einnig um skeið forstöðumaður starfsmannasviðs Tollstjóra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá BHM.

Erna lauk embættisprófi frá Lagadeild Háskóla Íslands árið 1999 og öðlaðist réttindi til að vera héraðsdómslögmaður árið 2001. Hún hefur jafnframt lokið BA-prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Erna hefur sitið í fjölmörgum nefndum og vinnuhópum á vegum BHM, meðal annars í samninganefndum vegna kjaraviðræðna.

Þá hefur hún setið í stjórn Vinnueftirlitsins frá árinu 2015, samráðsnefnd velferðarráðuneytisins vegna EES-samningsins frá árinu 1999 og sat í ráðgjafarnefnd EFTA á árunum 1999–2006.

Erna er gift Friðþjófi I. Jóhannessyni húsasmíðameistara og eiga þau fjóra syni. Hún hefur störf sem framkvæmdastjóri BHM næstkomandi föstudag, 17. mars, að því er kemur fram í tilkynningunni frá BHM.

„Það er mikið ánægjuefni að Erna hafi þegið boð stjórnar BHM um að taka að sér starf framkvæmdastjóra bandalagsins. Hún á að baki farsælan feril sem lögmaður bandalagsins í tæpan áratug og hefur mjög yfirgripsmikla þekkingu á málefnum vinnumarkaðar. Ég er sannfærð um að ráðning hennar í starf framkvæmdastjóra mun reynast heillaspor fyrir bandalagið,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim