Formaður framkvæmdráðs Pírata, Erna Ýr Öldudóttir, hefur sagt af sér. Í fréttatilkynningu frá Ernu kemur meðal annars fram að ástæða uppsagnarinnar sé málefnalegur ágreiningur og sú staðreynd að einstaka meðlimir framkvæmdaráðs hafa ekki sýnt þá samstöðu sem til þurfi til að takast á við mikilvæg verkefni.

Sem dæmi um slík verkefni nefnir hún tímanlega ráðningu framkvæmdastjóra í afar ört stækkandi flokki.

Þá segir hún jafnframt að fyrirséð annríki komi nú í veg fyrir að hún geti sinnt hlutverki mínu áfram af þeim krafti og þeirri alúð sem þurfi til að ljúka þeim verkefnum sem liggja fyrir. Komi það meðal annars til vegna þess að framkvæmdastjóri hafi enn ekki verið ráðinn.