*

föstudagur, 22. júní 2018
Innlent 27. janúar 2015 12:11

Jón reiknar með milljónum notenda

Vivaldi Technologies gaf í dag út vafra sem keppir við risa eins og Chrome og Firefox. Jón von Tetzchner segist tilbúinn í slaginn.

Jóhannes Stefánsson
Hleð spilara...

Jón von Tetzchner tók ákvörðun að þróa nýjan vafra eftir að Opera hætti að vera tæknifyrirtæki og byrjaði að vera fjárfestingafélag.

Þetta segir hann í samtali við Viðskiptablaðið. Hann telur svigrúm á markaðnum fyrir vafra sem sé þróaður fyrir stórnotendur og þá sem vilja eitthvað meira en bara leitarvél í honum, en Vivaldi Tecnhologies kynnti fyrsta vafrann sem er hannaður að hluta til á Íslandi í dag og hefur hann þegar vakið eftirtektir stærstu tæknimiðla í heimi. Nýr vafri ber nafnið Vivaldi.

„Við erum að búa til vafra fyrir vini okkar," segir Jón.

VB sjónvarp náði tali af Jóni í tilefni útgáfunnar, en hann verður í ítarlegu viðtali í næsta Viðskiptablaði, sem kemur út þann 29. janúar næstkomandi.

Stikkorð: Opera Jón von Tetzchner Vivaldi