Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) segir kaup Landsbankans á Sparisjóði Svarfdæla á Dalvík leyfileg í skugga þess að ógjaldfærni íslensks banka gæti haft neikvæð áhrif á fjármálastöðugleika landsins. Landsbankinn keypti sparisjóðinn í byrjun árs og tók yfir skuldbindandi innlán og víkjandi lán upp 3,2 milljarða króna ásamt því að greiða sparisjóðnum 165 milljónir króna. ESA bendir á í umfjöllun sinni um söluna á sparisjóðnum að Landsbankinn hafi verið sá eini sem hafi skilað inn bindandi tilboði í hann.

Í ákvörðun ESA um málið segir að Landsbankanum hafi verið veitt ríkisaðstoð í kjölfar fjármálakreppunnar. Við venjulegar kringumstæðar sé bönkum sem notið hafa ríkisaðstoðar ekki heimilt að festa kaup á samkeppnisaðilum sínum.

Undanþágu frá þessu banni má veita að uppfylltum tveimur meginskilyrðum: Þau eru að kaupin séu nauðsynleg til að tryggja fjármálastöðugleika, og að þau feli ekki í sér óþarfa röskun á samkeppni. Á hinn bóginn er bent á að vegna viðkvæmrar stöðu fjármálamarkaða, og þess að ekki varð séð að aðrar betri leiðir væru færar til þess að tryggja að Sparisjóður Svarfdæla upfyllti skilyrði um eiginfjárhlutfall, telur ESA kaup Landsbankans á öllum eignum og reksti sparisjóðsins nauðsynlega aðgerð og til þess fallna að tryggja fjármálastöðugleika.

Ákvörðun ESA