Cecilia Malmström, yfirmaður verslunar hjá framkvæmdaráði Evrópusambandsins (e. trade commissioner), telur að sambandið geti grætt á andúð Trumps á fríverslunarsamningum. Þetta kemur fram í frétt AFP-fréttaveitunnar .

Hún tekur fram að nú snúi sér mörg lönd, sem telja einangrunarhyggju ekki rétta svarið, að Evrópusambandinu til þess að geta samið um fríverslun.

Trump dró þátttöku Bandaríkjanna úr TPP til baka eftir að hann tók við stöðu forseta. Malmström segir að ESB séu nú að ræða við löndin í kringum Kyrrahafið um fríverslun. Hún tók jafnframt fram að það væri nóg um að vera í þessum málaflokki hjá sambandinu.