Evrópusambandið myndi taka á sig meiri skell en Bretland ef að það myndi reisa tollamúra í kjölfar ákvörðunar Breta um að yfirgefa sambandið. Þetta kemur fram í grein á vef Bloomberg sem vísa í rannsókn Civitas.

Um 5,8 milljón störf innan ríkja Evrópusambandsins eru tengd við verslun við Breta, en einungis 3,6 milljónir starfa eru tengd viðskiptum landsins við Evrópusambandið segir meðal annars í skýrslunni.

1 af hverjum 10 störfum tengd viðskiptum við Bretland

Þessar niðurstöður gætu reynst vatn í myllu Theresu May, forsætisráðherra Breta, þegar hún semur við Evrópusambandið um úrsögn Breta. May hefur tekið fram að hún vilji reyna að halda í fríverslun við sambandið, en koma höldum á straum innflytjenda inn í landið.

Justin Protts, greiningaraðili hjá Civas, tekur fram að Evrópusambandið ætti að hafa það hugfast hve stór hluti starfa innan sambandsins séu tengd verslun við Breta. Í skýrslunni kemur fram að um 3,2% starfa í Þýskalandi séu tengd verslun við Breta og nánast 10% starfa í Írlandi, Möltu, Kýpur og Bretlandi reiða á fríverslun við Bretland.