*

föstudagur, 19. apríl 2019
Erlent 23. september 2016 11:43

ESB hefur meiru að tapa en Bretland

Ríki Evrópusambandsins gætu tapað heilmiklu á því að reisa tollamúra gagnvart Bretlandi í kjölfar úrsagnar ríkisins úr ESB.

Ritstjórn
epa

Evrópusambandið myndi taka á sig meiri skell en Bretland ef að það myndi reisa tollamúra í kjölfar ákvörðunar Breta um að yfirgefa sambandið. Þetta kemur fram í grein á vef Bloomberg sem vísa í rannsókn Civitas.

Um 5,8 milljón störf innan ríkja Evrópusambandsins eru tengd við verslun við Breta, en einungis 3,6 milljónir starfa eru tengd viðskiptum landsins við Evrópusambandið segir meðal annars í skýrslunni.

1 af hverjum 10 störfum tengd viðskiptum við Bretland

Þessar niðurstöður gætu reynst vatn í myllu Theresu May, forsætisráðherra Breta, þegar hún semur við Evrópusambandið um úrsögn Breta. May hefur tekið fram að hún vilji reyna að halda í fríverslun við sambandið, en koma höldum á straum innflytjenda inn í landið.

Justin Protts, greiningaraðili hjá Civas, tekur fram að Evrópusambandið ætti að hafa það hugfast hve stór hluti starfa innan sambandsins séu tengd verslun við Breta. Í skýrslunni kemur fram að um 3,2% starfa í Þýskalandi séu tengd verslun við Breta og nánast 10% starfa í Írlandi, Möltu, Kýpur og Bretlandi reiða á fríverslun við Bretland.

Stikkorð: Evrópusambandið Bretland skýrsla störf Brexit
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim