*

sunnudagur, 21. apríl 2019
Erlent 19. mars 2018 11:18

ESB og Bretland hafi náð samkomulagi

Bloomberg fréttastofan segir að bresk stjórnvöld og Evrópusambandið hafa náð samkomulagi um útgönguferlið.

Ritstjórn
Theresa May forsætisráðherra Bretlands ásamt Jean-Claude Juncker forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
epa

Breskir embættismenn trúa því að forsætisráðherra Bretlands hafi náð samkomulagi við Evrópusambandið um útgönguferli landsins úr sambandinu.

Þetta kemur fram í frétt Bloomberg fréttastofunnar en útgönguferlið sjálft hefur verið höfuðverkur síðan Bretland ákvað að verða fyrsta ríkið til að segja sig úr sambandinu, í þjóðaratkvæðagreiðslu sem kennd hefur verið við Brexit.

Að því er fréttastofan greinir frá er nú beðið eftir því að sérstakur Brexit ráðherra Bretlands, sem er yfir samninganefnd landsins, David Davis ásamt aðalsamningamanni ESB, Michel Barnier, skrifi undir samkomulagið.

Fréttin er sögð í vinnslu á vef fréttastofunnar. Hann myndi síðan gilda þangað til endanlegur viðskiptasamningur milli ESB og Bretlands næðist að því er Business Insider fréttastofan skýrir út

Er samningurinn sagður geta verið í gildi allt frá í um 18 mánuði upp í áratug, en helstu stuðningsmenn þess að slíkur samningur verði gerður er sagður vera leiðtogar hagsmunasamtaka fyrirtækja og fræðimanna.

Hörðustu fylgismenn sjálfstæðis Bretlands eru þó sagðir gjalda varhug við slíkum samningi því hann gæti þýtt að landið væri hluti af sambandinu og innri markaði þess í raun, svipað og gildir um Evrópska efnahagssvæðið.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim