Fulltrúar Evrópusambandsins og Kanada vonast til þess að fríverslunarsamningur aðilanna tveggja gangi í gegn, þrátt fyrir trega Vallóníumanna og tveggja annarra héraða í Belgíu.

Forseti Evrópuráðsins, Donald Tusk, sagði að Ceta fríverslunarsamningurinn milli ESB og Kanada, væri ekki dauður úr öllum æðum, þrátt fyrir mótmæli Vallóníumanna, sem vilja ekki staðfesta hann eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað áður um.

Stærsti fríverslunarsamningur ESB

Ceta er stærsti fríverslunarsamningur sem Evrópusambandið hefur gert við utanaðkomandi aðila frá stofnun þess og þarf stuðning allra 28 ríkja sambandsins til þess að hann gangi í gegn.

Belgar geta ekki samþykkt hann nema að frönskumælandi hluti landsins samþykki hann. Öll hin 27 ríki Evrópusambandsins vilja að hann gangi í gegn hið fyrsta.

„Það gefst enn tími“

Donald Tusk, hefur rætt málið við Justin Trudeu, forsætisráðherra Kanada, og er enn bjartsýnn um að samningurinn fái að líta dagsins ljós, þrátt fyrir mótmælin. Hann skrifaði meðal annars á Twitter síðu sinni að það gæfist enn tími til að skoða málin.

Frétt BBC um málið.