*

laugardagur, 19. janúar 2019
Erlent 23. mars 2018 14:51

Escobar gefur út eigin rafmynt

Bróðir kólumbíska eiturlyfjabarónsins Pablo Escobar gefur út rafmyntina Dietbitcoin og segist hafa hitt föður Bitcoin.

Ritstjórn
Pablo Escobar var bróður Roberto Escobar

Roberto Escobar, sem sat 11 ár í fangelsi fyrir hlutverk sitt sem bókhaldari Medellin eiturlyfjahringsins, hefur gefið út bók og sett á laggirnar nýja rafmynt. Í bókinni, sem gefinn er út á netinu, segir Roberto frá ævi bróður síns, Pablo Escobar. Þar segir hann jafnframt að hann hafi hitt Satoshi Nakamoto, sem er dulnefni þess sem setti Bitcoin rafmyntina í loftið.

Jafnframt hefur Roberto gefið út eigin rafmynt, sem hann segir öfugt við Bitcoin, ekki vera plott CIA leyniþjónustunnar eða svindl. Sem sönnun fyrir að hafa hitt Nakamoto hefur hann birt mynd af vegabréfi hans að því er segir á vefsíðunni CCN, sem sérhæfir sig í fréttum um rafmynntir. Segir hann þar jafnframt að Nakamoto hafi reynt að fá þá bræður með í gerð rafmyntarinnar, en síðan hafi þeir uppgötvað að hann starfaði fyrir bandarísk yfirvöld.

Heldur hann því jafnframt fram að nú þegar upplýsingar hans séu komnar fram muni CIA eyðileggja Bitcoin. Jafnframt segir hann að þó að DietBitcoin rafmynt hans byggi á sömu forritun og Bitcoin og aðrar rafmynntir sé þetta eina rafmynntin sem ekki sé svindl.

„Þið getið haldið ykkur við ykkar verðlausu myntir,“ segir Escobar sem segist vera alveg sama. „Haldið í Ethereum, haldið í TRON, haldið í Ripple, haldið í Bitcon. Þið munið sjá hvað gerist. Þau munu öll falla niður í núll, nánast alveg verðlaus....en ekki mín rafmynt.“