Eskja á Eskifirði hefur fest kaup á einu stærsta fiskiskipi norska flotans, uppsjávarveiðiskipinu Libas frá Bergen. Skipið verður notað til að afla hráefnis fyrir nýtt uppsjávarfrystihús sem Eskja er að koma upp. Þetta kemur fram á vefnum mbl.is.

„Þetta er nútíminn, landfrysting en ekki sjófrysting,“ segir Þorsteinn Kristjánsson, forstjóri Eskju. Frystiskip félagsins, Aðalsteinn Jónsson SU, er í söluferli.

Libas er smíðað 2004, um 94 langt skip og nærri 18 metra breitt. Það getur borið 2.300 til 2.400 lestir og er vel búið til þess hlutverks sem því er ætlað, meðal annars með góðan kælibúnað. Skipið verður afhent 1. nóember og verður fyrsta verkefnið að veiða síld fyrir nýju verksmiðjuna sem taka á í notkun um miðjan þann mánuð. Daði Þorsteinsson verður skipstjóri.