*

fimmtudagur, 17. janúar 2019
Erlent 14. september 2018 08:38

Euisun Chung varaformaður stjórnar Hyundai

Euisun Chung, sonur stjórnarformanns Hyundai Motor Group, hefur verið skipaður varaformaður stjórnar.

Ritstjórn
Búist er við að Euisun Chung taki við stjórn samsteypunnar af föður sínum þegar þar að kemur.
epa

Euisun Chung, sonur og tilvonandi arftaki stjórnarformanns suður-kóresku samsteypunnar Hyundai Motor Group, Mong-Koo Chung, hefur verið skipaður varaformaður stjórnar félagsins, samkvæmt frétt Reuters.

Chung yngri, sem er 47 ára gamall, var að því er segir í tilkynningu frá félaginu skipaður í stöðuna til að bregðast við „versnandi alþjóðlegu viðskiptaumhverfi og breytingum á samkeppnisumhverfi stórra markaða,“.

Hyundai er næststæsta fyrirtæki Suður-Kóreu, með um 3.300 milljarða króna markaðsvirði.