Félagið Eva Consortium hf. sem meðal annars sér um rekstur Heilsuhótels í Ármúla og á 15% hlut í Klíníkinni tapaði 157,4 milljónum króna á síðasta ári. Þetta kemur fram í ársreikningi fyrirtækisins.

Í skýrslu stjórnar kemur fram að síðasta ár hafi verið fyrsta heila rekstrarár Heilsumiðstöðvarinnar eftir að endurbótum á húsnæði félagsins lauk. Rekstur hótelsins skilaði jákvæðri afkomu en rekstur á heilsumeðferðum og leiga vegna Klínikurinnar hafði þau áhrif að rekstarniðurstaðan var lakari en gert var ráð fyrir.

Rekstartekjur félagsins námu 978 milljónum króna en rekstargjöldin voru 1,1 milljarður króna. Þar af voru laun- og launatengd gjöld rétt rúmar 466 milljónir króna. Laun til stjórnar og framkvæmdastjóra námu 56,5 milljónum króna á árinu og meðalfjöldi stöðugilda hjá félaginu miðað við heilsárs störf var 62 á síðasta ári.

Eigið fé félagsins í árslok 2017 nam 73 milljónum króna en eignir samstæðunnar voru samtals 484 milljónir króna.

Stjórn félagsins ákvað að ekki yrði greiddur arður á þessu ári vegna rekstrarársins 2017. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins er Ásta Þórarinsdóttir.