*

laugardagur, 20. apríl 2019
Fólk 14. júní 2018 11:49

Eva meðeigandi Lækjargötu lögmanna

Eva Halldórsdóttir bætist í hóp eigenda Lögmanna Lækjargötu en hún lærði í Standford háskóla.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Eva Halldórsdóttir lögmaður hefur bæst í hóp eigenda Lögmanna Lækjargötu ehf. Eva er með LL.M próf með áherslu á félagarétt og stjórnarhætti frá lagadeild Stanford háskóla í Bandaríkjunum.

Hún lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2004, hlaut málflutningsréttindi árið 2005 og lauk prófi í verðbréfamiðlun árið 2007. Eva hefur starfað hjá Lögmönnum Lækjargötu frá árinu 2014 sem lögmaður og sem verkefnastjóri stofunnar.

Samhliða lögmannsstörfum hefur Eva setið í stjórnum félaga, á sæti í áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema, situr í stjórn knattspyrnudeildar Vals og er ritstjóri Lögmannablaðsins.

Fyrir í hópi eigenda Lögmanna Lækjargötu eru lögmennirnir Andri Vilhjálmur Sigurðsson, Birgir Tjörvi Pétursson, Guðmundur H. Pétursson, Reimar Pétursson og Sigurður Kári Kristjánsson.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim