Íslenska hótelkeðjan Miðbæjarhótel/CenterHotels réð nýverið í fjórar stjórnendastöður og hefur Eva Silvernail, sem stýrt hefur rekstrarsviði hótelanna undanfarin sjö ár, tekið við nýju hlutverki sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs.

Melissa Munguia er nýr framkvæmdastjóri gistisviðs, Heba Shahin tekur við sem hótelstjóri CenterHotel Þingholts og Jökull Alexander Egilsson gegnir sömu stöðu hjá CenterHotel Miðgarði.

„Þessar skipulagsbreytingar eru tilkomnar vegna aukinna umsvifa hjá okkur undanfarin ár og ekki síður vegna breytinga sem eru í farvatninu t.d. opnun tveggja nýrra hótela sem áætlað er taki á móti fyrstu gestum strax á næsta ári,“ segir Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri CenterHotels.

Eva Silvernail hefur mikla reynslu úr hótelbransanum en áður en hún réð sig til CenterHotels starfaði hún sem hótelstjóri á 4 og 5 stjörnu lúxushótelum í New York.  Hún nam hótelstjórnun í Cesar Ritz hótelstjórnunarskólanum í Sviss.

Melissa Munguia
Melissa Munguia
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Melissa Munguia kom til CenterHotels árið 2010 og hefur sinnt ýmsum ábyrgðastörfum innan fyrirtækisins á þeim tíma og má þar nefna vaktstjórn, móttökustjórn og hótelstjórn á tveimur stærstu hótelum keðjunnar. Melissa lærði viðskiptafræði í Háskóla Íslands.

Heba Shahin
Heba Shahin
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Heba Shahin hóf störf hjá CenterHotels árið 2011 og hefur meðal annars verið verkefnastjóri söludeildar og síðar verkefnastjóri CenterHotels. Heba er með BA gráðu í tómstunda- og félagsmálafræðum frá Kennaraháskóla Íslands og MA gráðu í Afríkufræðum frá Kaupmannahafnarháskólanum í Danmörku.

Jökull Alexander Egilsson
Jökull Alexander Egilsson
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Jökull Alexander Egilsson hefur sinnt ýmsum stöðum innan hótelkeðjunnar síðan hann hóf störf árið 2011 meðal annars sem vakt- og hótelstjóri á boutique hótelinu CenterHotel Þingholt. Jökull útskrifaðist úr hótelstjórnun, líkt og Eva, frá hótelstjórnunarskólanum Cesar Ritz.

Um Miðbæjarhótel

CenterHotels er fjölskyldurekin hótelkeðja í eigu hjónanna Kristófers Oliverssonar og Svanfríðar Jónsdóttur. Fjölskyldan opnaði fyrsta gististaðinn árið 1994 og síðan hefur fyrirtækið stækkað jafnt og þétt í yfir 20 ár.

Hjá CenterHotels starfa nú tæplega 300 manns á 6 fyrsta flokks hótelum sem öll eru staðsett í miðborg Reykjavíkur. CenterHotel Skjaldbreið, Klöpp, Þingholt, Arnarhvoll, Plaza og Miðgarður eru öll innan göngufæris hvort frá öðru í hjarta borgarinnar og bjóða þau upp á yfir 600 herbergi.

Einnig bjóða CenterHotels upp þrjá spennandi veitingastaði Ísafold, Ský og Jörgensen og að auki skemmtilega hótelbari og glæsta fundaraðstöðu segir í fréttatilkynningu.