Evran hefur lækkað á gjaldmiðlamörkuðum það sem af er degi. Lækkunin kemur í aðdraganda fundar peningastefnunefndar Seðlabanka Evrópu sem verður haldinn á morgun. Gengi evrunnar hefur lækkað um 0,7% það sem af er degi gegn japanska jeninu og 0,4% gegn Bandaríkjadal.

Almennt er búist við því að seðlabankinn muni lækka stýrivexti enn frekar. Þeir eru nú neikvæðir um 0,3%. Einnig er búist við því að seðlabankinn muni auka við skuldabréfakaup sín.

Fjárfestar eru þó varir um sig, en í desember sl. veðjuðu margir á að bankinn myndi lækka vexti meira en hann gerði, en evran hækkaði um 4% gagnvart Bandaríkjadal í kjölfar þeirrar ákvörðunnar.