Gengi evrópskra hlutabréfa hefur tekið við sér eftir því sem liðið hefur á daginn, en helstu hlutabréfavísitölur lækkuðu við opnun markaða í morgun í kjölfar lækkana á kínverskum markaði.

Eins og staðan er núna hefur FTSE-vísitalan í Lundúnum hækkað um 0,13% frá opnun markaða. Þá hefur Dax-vísitalan í Frankfurt hækkað um 0,21% og Cac-vísitalan í París hækkað um 0,25%.

Eins og Viðskiptablaðið greindi frá í morgun lækkaði gengi hlutabréfa á kínverskum markaði í nótt, þrátt fyrir stýrivaxtalækkun seðlabankans þar í landi sem tilkynnt var í gær.

Hér að neðan má sjá þróunina í Evrópu eftir því sem liðið hefur á daginn (skjáskot af vef BBC):