Gengi hlutabréfa evrópska efnaframleiðslufyrirtækisins BASF SE féll um 3,2% í morgun eftir að hafa tilkynnt um talsvert tap á lokaársfjórðungi 2015. Þar spila olíu- og gasverð stórt hlutverk. Einnig lækkaði gengi bréfa lyfjaframleiðandans Novartis AG um 3,5% í sambærilegum aðstæðum.

Stoxx 600 vísitalan hefur þá lækkað um rúma prósentu það sem af er degi. Vísitalan er nú um 336-bilið, en lækkun það sem af er janúarmánuði nemur heilum 7,9%, sem er mesta lækkun vísitölunnar síðan í ágúst síðasta árs.

Eins og Viðskiptablaðið greindi frá fyrr í dag hefur verðbréfamarkaður í Asíu verið helst til sveiflukenndur. Samsetta vísitalan í Sjanghæ sveiflaðist mikið í viðskiptum dagsins. Hún endaði á að lækka um 0,5%