Hlutabréf á evrópskum mörkuðum hafa hækkað frá opnun markaða í morgun, en bréfin hafa lækkað töluvert að undanförnu. Hafa sérfræðingar áhyggjur af hagvaxtarhorfum í álfunni og af því að inngripsaðgerðir Seðlabanka Evrópu muni hafa nægileg áhrif.

Evrópsk hlutabréf hafa hins vegar tekið aðeins við sér í dag. Breska FTSE vísitalan hefur hækkað um 0,87% það sem af er degi. Þá hefur CAC vísitalan í Frakklandi hækkað um 1,67% og þýska DAX vísitalan hefur hækkað um 1,48%.

Japanska Nikkei vísitalan lækkaði hins vegar um 2,03% í dag eftir töluverða hækkun í gær.