Nýmarkaðsskráð tæknifyrirtæki í Evrópu hafa hækkað um rúm 20% á fyrsta mánuði þeirra á hlutabréfamarkaðnum, miðað við að bandarísk fyrirtæki í sömu aðstæðum hafa aðeins hækkað um 6,7%.

Stór ástæða þessarar misskiptingar er sú að evrópsku félögin eru verðmetin ríflega helmingi lægra við hlutabréfaútboðin en bandarísku félögin. Bloomberg segir frá þessu.

Vaxtarvænt umhverfi í Evrópu

Ríkisívilnanir og hvatar frá fyrirtækjum hafa ýtt undir stofnun sprotafyrirtækja í Evrópu þetta árið. Til að mynda hafa franska hugbúnaðaröryggisfélagið Oberthur Technologies og breska greiðslusíðan TransferWise nælt sér samtals í fjármagn sem hljóðar upp á einhverja 10 milljarða bandaríkjadala.

Ástæðan er sú að bandarísku tæknisprotarnir séu verðmetnir á gífurlegar fjárhæðir áður en þeir eru skráðir á markað, oft fyrir tilstilli umtals og umfjöllunar fremur en raunverulegs virðis. Þessi fyrirtæki eru oft kölluð „einhyrningar” og tala þeirra hefur farið hækkandi í Bandaríkjunum á síðustu árum.

Nánast algengir einhyrningar

Þau fyrirtæki sem eru metin á meira en milljarð bandaríkjadala, eða 130 milljarða króna, fyrir markaðsskráningu eru kallaðir einhyrningar. Í hópi einhyrninga má til að mynda nefna Theranos sem er blóðprufufyrirtæki Elizabeth Holmes, SpaceX sem er sprotafyrirtæki Elon Musk og sérhæfir sig í endurnýtanlegum geimflaugum, og Uber, deilihagkerfisleigubílafyrirtækinu.

Þegar einhyrningarnir svokölluðu eru svo skráðir á almenna hlutabréfamarkaði standast þeir ekki sömu skoðun og þeir eru verðmetnir á, þar eð hinn almenni fjárfestir metur raunvirði félagsins sem talsvert lægra en það sem áhættufjárfestingasjóðir hafa dælt verð einhyrninganna upp til að vera.

Hér má sjá afar áhugaverða framsetningu Wall Street Journal á einhyrningunum svokölluðu.