Þriðjudagur, 1. desember 2015
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Exeter-dómur gæti verið vísbending um það sem koma skal

Bjarni Ólafsson
24. júní 2012 kl. 11:37

Exeter Holdings - Dómsmál

Meint umboðssvik vega þungt í tveimur ákærum. Aðrir þættir kunna að vera fordæmisgefandi í Al-Thani-máli og Vafningsmáli.

Eins og fram kom í umfjöllun Viðskiptablaðsins í síðustu viku eru tveir þættir em telja má að Exeter-málið sé fordæmisgefandi um. Annars vegar er það til refsiþyngingar ef sakborningur hagnast persónulega á gjörningnum og hins vegar getur það skipt máli hvort meint brot var framið fyrir eða eftir hrun.

Hvorki í málum sem tengjast Al-Thani né lánum frá Glitni til Milestone eiga þessir tveir þættir við. Hugsanlega má líta á það sem svo að með meintri markaðsmisnotkun hafi ákærðu verið að viðhalda virði hlutabréfaeignar sinnar en óvíst er hvort Hæstiréttur muni líta svo á.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.Allt
Innlent
Erlent
Fólk