*

laugardagur, 20. apríl 2019
Innlent 29. apríl 2014 16:57

Expectus og Ráðum sameinast

Expectus er fimm ára gamalt fyrirtæki en Ráðum er tveggja ára.

Ritstjórn
Kristinn Tryggvi Gunnarsson og Hildur Erla Björgvinsdóttir innsigla sameininguna.
Aðsend mynd

Ráðgjafarfyrirtækið Expectus og Ráðum atvinnustofa hafa ákveðið að sameina krafta sína. Ráðgjafarfyrirtækið Expectus var stofnað fyrir sléttum fimm árum og hefur náð að vaxa og dafna síðan.  Í dag vinna 20 starfsmenn hjá fyrirtækinu og sinna ráðgjöf á sviði stefnumótunar, rekstrar og upplýsingatækni. Ráðum atvinnustofa var stofnuð fyrir tveimur árum og sérhæfir sig í ráðningum og mannauðsráðgjöf.

„Við leitumst eftir því að koma á langtíma samstarfi við viðskiptavini okkar og sérstaða okkar liggur í sveigjanlegri nálgun á ráðningarverkefnið.  Þannig höfum við komið til móts við þarfir stærri fyrirtækja með því að sjá um hluta ráðningarferilsins, t.d. bakgrunnskannanir, hæfnismat eða starfsæfingar.  Krafan um faglegar ráðningar er alltaf að verða háværari því fyrirtæki og stofnanir eru búin að átta sig á kostnaðinum sem fylgir óvandaðri ráðningu.  Ekki er óalgengt að kostnaðurinn nemi a.m.k. árslaunum viðkomandi starfsmanns, oft fast að tveimur árslaunum,“ segir Hildur Erla Björgvinsdóttir framkvæmdastjóri Ráðum.  

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim